Unnu saman lag í sitthvoru landinu
Aron Hannes og Reynir Snær hafa unnið saman í tónlist undanfarin ár og gáfu út EP-plötu árið 2022. Nýverið opinberaði Reynir sólóverkefni sem hann kallar Creature of habit og nýja platan varð á endanum samstarfsverkefni sem kemur út undir listamannsnöfnum þeirra beggja, Aron Hannes og Creature of habit.
Nýja lagið heitir Little Me og þeir unnu það í sitthvoru landinu, eins og flest lögin sem þeir gera saman, Aron í Amsterdam og Reynir í Reykjavik.
„Lagið fjallar um ábyrgðina sem fylgir því að verða foreldri, að ryðja veginn fyrir komandi kynslóð,“ segir Aron um lagið. Þeir fengu bandaríska tónlistarmanninn Snny til liðs við sig í lokakafla lagsins. Félagarnir sendu póstkort í Poppland og sögðu hlustendum frá.