Hvað gera fornleifafræðingar á veturna?

Amanda Guðrún Bjarnadóttir

,

Landinn tók hús á Margréti Hrönn Hallmundardóttur, deildarstjóra fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða, þar sem hún sat önnum kafin við að ganga frá minjum sumarsins og pakka dýrabeinum í poka til útflutnings og greiningar.

„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir að rannsóknin sjálf er bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Margrét. Eftir sumarið taka við mánuðir þar sem verið er að undirbúa og senda muni á Þjóðminjasafnið til vörslu, teikna upp landsvæði, undirbúa sýni til sérfræðigreininga og útbúa styrkumsóknir fyrir áframhaldandi rannsóknir.

Auk þess nýtur Margrét þess að kynna börnum og öðrum áhugasömum fornleifafræði. „Skýrslurnar okkar eru ekkert skemmtilegt lesefni þannig mér finnst mikilvægt að kynna rannsóknir fyrir áhugsömum, þá bara á mannamáli og sýna myndir,“ segir Margrét.