Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

Steindór hamast eins og hetja

Lovísa Rut Kristjánsdóttir

,

„Ég samdi þetta lag einhvern tímann og mig hefur lengi langað að lífga það við. Sprengja það svolítið upp,“ segir Steindór um lagið sem kom út á dögunum. Hann fékk Albert Finnbogason upptökustjóra með sér í verkið. „Við Albert eigum það sameiginlegt að vera miklir Bítla-aðdáendur, sem heyrist ágætlega í laginu.“

„Ég eyddi dágóðum tíma í að fá gítarsándið sem ég vildi. Það fékkst ekki fyrr en ég plöggaði mínum gamla Epiphone Casino í frekar frumstæðan bjögunar-pedala. Þá kom svona þetta hráa Revolver-sánd sem ég var að leita að. Textinn er að vinna á nokkrum stöðum. Í viðlaginu rifja ég upp hversu uppnuminn ég var sem unglingur, þegar ég uppgötvaði einhverja nýja tónlist eða nýja tónlistarmenn. Unglingurinn ég fór til dæmis á Doors í Stjörnubíói og kom gjörbreyttur ungur maður/unglingur út.“