Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

Mörg hundruð manns fara í íshellaferðir á dag

Fjöldinn allur af breyttum jeppum á vegum ferðaþjónustufyrirtækja keyrir upp að Breiðamerkurjökli á hverjum degi. Hver og einn fullur af ferðamönnum. Súsanna Ruth Magnúsdóttir, landvörður á Breiðamerkursandi, segir að það séu jafnvel á fimmta tug bíla við jökulinn hverju sinni. Hún veit til þess að sum fyrirtæki fari með nokkur hundruð manns á dag.

Miklar breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi og eftirliti með íshellaferðum eftir banaslys sem varð á jöklinum í ágúst í fyrra og ferðirnar til dæmis ekki lengur leyfðar á sumrin. Joshua Persello, landvörður, segir að aðbúnaður hafi tekið stakkaskiptum frá því í fyrra og fyrirtækin leitist við að hafa hlutina í lagi.

Landinn slóst í för með landvörðunum á Breiðamerkursandi.