Everyone Left frá Oyama er plata vikunnar
Oyama hefur starfað í rúman áratug með hléum. Fyrsta plata sveitarinnar var þröngskífan I Wanna kom út 2013; breiðskífan Coolboy kom út árið 2014; og Everyone Left kom út 18. október í fyrra.
Hljómsveitina skipa þau Úlfur Alexander Einarsson söngvari og gítarleikari, Júlía Hermannsdóttir söngkona og hljómborðsleikari, Jón Þorsteinsson bassaleikari, Ragnar Jón Hrólfsson trommari, Alison MacNeil og Kári Einarsson gítarleikarar.
Platan fangar að sögn hljómsveitarinnar umbreytingu þeirra, frá þéttum, distortion-drifnum hljómi yfir í tærari og vatnslitamyndaða áferð. Textarnir eru persónulegir og endurspegla þroska og einlægni þeirra.
Úlfur og Júlía fóru yfir ferilinn og plötu vikunnar, Everyone Left, með Atla Má Steinarssyni.