Mikilvægt að læra af sögu lögreglunnar
Saga lögreglunnar hófst fyrir löngu síðan, til að mynda var fyrsti íslenski lögregluþjónninn ráðinn til starfa árið 1814.
Á minjasafni lögreglunnar er hægt að finna muni allt frá 1919 til dagsins í dag. Ætlunin er að opna safnið almenningi í framtíðinni. Núna er safnið nýtt í kennslu fyrir nemendur í lögreglufræðum, einnig er leiga á búningum, bílum og öðrum munum í bíómyndir, þætti og fleira.
Guðmundur Fylkisson varðstjóri og stjórnarmeðlimur safnsins segir mikilvægt að læra af sögu lögreglunnar og safnið sé mikilvægur þáttur í þeirri sögu. Margir áhugaverðir hlutir eru á safninu, ekki síst bókapressan.