Úr 101 í veitingarekstur í Víðidal

Sigurður Þorri Gunnarsson

,

Móðir hans og stjúpfaðir keyptu staðinn saman í fyrstu. „Ég sá að þau vantaði alveg klárlega einhverja aðstoð. Þannig að ég fór að hjálpa þeim. Svo endaði ég með því að fara á fullt í þetta með þeim. Við ætluðum að gefa þessu tvö, þrjú ár, það eru 13 ár síðan,“ segir Kristinn Bjarnason, vert á North West Resturant í Víðigerði.

Fjölskyldan var ekki með neinar tengingar í Víðidal þegar farið var af stað. „Ég var búsettur á Laugaveginum þegar við byrjuðum hérna, var í 101 alveg í tíu ár. Svo er ég bara orðinn ráðsettur heimilisfaður og er með tvö lítil börn og konu, fjölskyldu í Mosfellsbæ,“ segir Kristinn sem tekur tarnir á veitingastaðnum í Víðidal en er búsettur í Mosfellsbæ.

Hann og systir hans sinna rekstrinum að mestu saman núna - meira í spilaranum að ofan.