Ný plata frá Kára Egils og sú þriðja í smíðum
Kári Egilsson kveðst reyna að vera duglegur og það getur líklega enginn reynt að þræta fyrir að það takist. Hann er í námi í hinum virta skóla Berklee í Boston, þar sem Laufey Lin lærði líka. Hann er að senda frá sér sína aðra plötu á tveimur árum og farinn að semja fyrir þá þriðju. Hann flutti lagið Carry you home af plötunni My static world í Vikunni með Gísla Marteini.