Spacestation með Rvk Syndrome

Hljómsveitin Spacestation gaf út sína fyrstu plötu föstudaginn 21. mars, Rvk Syndrome. Platan er tekin upp í Sundlauginni og Gróðurhúsinu og inniheldur 12 lög. Þar af hafa lögin Loftið, Í draumalandinu, Fokking lagið og Hvítt vín komið út áður.

Þorsteinn Hreggviðsson

Hljómsveitin Spacestation skaust fram á sjónvarsviðið á þegar þeir sendu frá sér lagið Hvítt vín 2023. Í fyrra áttu þeir síðan rokklag ársins Í draumalandinu sem var síðan staðfest á Íslensku tónlistarverðlaununum nýlega. Hljómsveitin sækir áhrif sín til New York-töffaraveita allt frá Velvet Underground og fram í The Strokes. Textarnir fjalla á breiðum grundvelli um lífið og stemmninguna hjá ungu fólki í Reykjavík.

Hljómsveitin Spacestation er skipuð þeim Björgúlfi Jes Einarssyni söngvara og gítarleikara, Davíð Þór Hlynssyni trommara, Hafsteini Jóhannssyni gítarleikara, Ólafi Andra Jones bassaleikara og Víði Rúnarssyni gítarleikara og söngvara.

Rvk Syndrom er plata vikunnar á Rás 2 og þeir Björgólfur og Víðir mættu í hljóðstofu til Atla Más og fóru yfir plötuna og ferilinn.

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV