Norðurhjálp aðstoðar fólk á Norðurlandi

Sigurður Þorri Gunnarsson

„Þetta er bara framtak hjá okkur nokkrum konum sem datt í hug að prufa að setja upp markað þar sem allt færi í góðgerðarstarf, Bónuskort og eitthvað svona fyrir fólk sem þyrfti á að halda. Engin yrði á launum, aldrei. Við tækjum við öllu, seldum það og allt færi, eins og ég segi, í Bónuskort eða að fólk getur leitað eftir fatnaði, húsgögnum eða bara því sem við eigum,“ segir Sæunn.

Norðurhjálp hefur starfað í eitt og hálft ár. Hlutirnir gerast hratt, markaðurinn er kominn á þriðja staðinn á þessum stutta tíma og þörfin er mikil. Margt láglaunafólk leitar til þeirra. „Þörfin er og þörfin eykst og eykst og hefur aukist bara á þessu eina og hálfa ári. Við þurfum ekki annað en út í búð. Það hefur allt hækkað.“

Þú getur hlustað á áhugavert viðtal við Sæunni í spilaranum hér fyrir ofan.