Guðrún Gunnars með nýtt lag
Í maí er titill á nýju hjartnæmu lagi frá Guðrúnu Gunnars. Það er eftir norsku söngkonuna Kari Bremnes í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásberg. „Lagið gef ég út í tilefni af því að ég er að halda tónleika 3. apríl í Salnum, þar sem ég er að syngja lög eftir skandinavíska lagahöfunda,“ segir Guðrún. „Ég hef alltaf heillast mjög af þessari tegund tónlistar, hugljúf lög með góðum textum sem yfirleitt fjalla um ástina, náttúruna, tilfinningar og það er alltaf einhver saga í þeim.“