„Ég fór lengra og lengra inn í senu þar sem mér fannst ég ekki eiga heima“
Hafdís Huld hóf tónlistarferilinn fimmtán ára með hljómsveitinni Gus Gus. Eftir það fór hún í FC Kahuna og hélt áfram að gera tónlist sem hentaði henni ekki. Hún venti kvæði sínu í kross, fór í tónlistarnám og hefur gert folk-tónlist síðan.
„Hvað er að vera ríkur? Við fáum að gera það sem við elskum, gera það saman og búa úti í sveit,“ segir Hafdís Huld. Hún kynntist manninum sínum Alistair Wright í tónlistarnámi í London og síðan hafa þau verið bestu vinir og samstarfsfélagar.
– Hafdís Huld