Bataferli Guðmundar Felix heldur áfram

Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur á árinu 2022 en þá hafði hann beðið lengi eftir að sú stund rynni upp. Síðdegisútvarpið á Rás 2 ákvað að heyra í Guðmundi og spyrja hvað væri að frétta af honum þessa dagana.

Sigurður Þorri Gunnarsson

Eftir aðgerðina árið 2022 fékk þjóðin að fylgjast með bataferli Guðmundar.

Ýmsar aukaverkanir komu í ljós, á tímabili var hætta á að líkaminn myndi hafna nýju höndunum, sterk lyfjameðferð hafði mikil áhrif á daglegt líf hans en allt hafðist þetta að lokum.

„Núna er búið að vera nokkuð stöðugt,“ segir Guðmundur spurður um ástandið á sér. Nú er hann á leið í aðgerð þar sem viðbeinið á honum verður lagað en það réð ekki við skyndilega aukna þyngd með nýju höndunum.

„Þetta er búið að vera mjög erfitt, en ég er heppinn, ég á yndislega konu og móðir mín hefur stutt við bakið á mér og börnin mín,“ segir Guðmundur um andlegt ástand sitt síðastliðið ár.

Þú getur hlustað á viðtalið við Guðmund úr Síðdegisútvarpinu í spilaranum hér að ofan.

Annað efni frá RÚV