Lyftir í gamalli skólastofu í Grímsey

Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Drífa Hrund Ríkharðsdóttir er 26 ára og hefur náð góðum árangri í kraftlyftingum. Hún er frá Selfossi og flutti til Grímseyjar fyrir fjórum árum. Það var ekki fyrr en hún þá sem hún fór að æfa lyftingar af alvöru.

Í gömlu skólastofunni í Grímsey er allt það helsta sem Drífa þarf til æfinga þó eitthvað vanti upp á. Hún tók fyrst þátt í Íslandsmeistaramóti 2023 og gerði sér þá lítið fyrir, vann í undir 57 kílóa flokki og setti Íslandsmet í réttstöðu. Eftir það hefur hún keppt á fleiri Íslandsmeistaramótum, Vestur-Evrópumóti, Reykjavíkurleikunum, Evrópumeistaramóti og heimsmeistaramóti með góðum árangri.

En það er ekki nóg með að Drífa sé nautsterk heldur er hún líka sjómaður og fiskar á bátnum Sædísi EA 54 ásamt kærastanum sínum.