Hvers vegna fáum við lög á heilann?

Flestir hafa lent í því að fá lag á heilann. Síðdegisútvarpið velti fyrir sér hvers vegna það gerist og fékk Ársæl Má Arnarsson prófessor til að skýra hvað veldur því að við fáum lög á heilann.

Sigurður Þorri Gunnarsson

,

„Fólk sem hefur tilhneigingu til að vera með kvíða eða áráttu-þráhyggjuröskun er líklegra til að fá, og að vera lengur með, svona lög á heilann og það er auðvitað þessi tilhneiging til að festast í ákveðnum hugsunum,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

„Fólk með ADHD hefur hins vegar hefur minni líkur til að fá lög á heilann af því að þar er einbeitingin dreifðari og þau festast ekki eins mikið í ákveðnum hugsunum,“ bætir hann við.

„En flest okkar finna fyrir þessu. Ég held að 97% okkar hafi fengið lag á heilann síðasta mánuðinn. Það eru eiginlega eru eiginlega allir sem lenda í þessu.“

Meira um málið í áhugaverðu spjalli við Ársæl í spilaranum hér fyrir ofan, meðal annars hvernig á að losna við lög af heilanum.