Eiga tveggja ára birgðir af fræi hverju sinni
Þótt enn sé kuldalegt og lítið um grænar grundir er í nógu að snúast hjá starfsfólki fræverkunar Lands og skóga í Gunnarsholti á Rangárvöllum við að verka og gæðaprófa fræ allan veturinn svo hægt sé að nýta þau á komandi sumri. Mest er verkað af melgresis- og túnvingulsfræi sem nýtt er til uppgræðslu hér á landi. Innflutt fræ frá einkaaðilum er líka gæðaprófað hjá Landi og skógum áður en það fer í umferð.
Gústav Magnús Ásbjörnsson sviðsstjóri segir að lagt sé upp með að eiga til fræbirgðir til tveggja ára í senn. Fræið nýtist líka til uppgræðslu í kjölfar hamfara eins og öskugoss. Meðal annars voru allar fræbirgðir stofnunarinnar notaðar eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010.
Landinn kynnti sér fræverkun Lands og skóga.