Ein minnsta verslun landsins er á Akureyri

Sigurður Þorri Gunnarsson

Þær gerast varla minni búðirnar en Sjoppan, en rýmið þjónar í raun tvíþættum tilgangi, annars vegar sem verslun en hins vegar sem forstofa að heimili þeirra hjóna. „Þetta er minnsta búðin í bænum allavegana, 3 fermetrar, það þarf oft ekki mikið meira,“ segir Almar Alfreðsson.

Hugmyndin kviknaði þegar þau Almar og Heiða voru að flytja inn í íbúðina sína í Listagilinu á Akureyri. Almar er einnig með vinnustofu í íbúðinni og langaði þau að opna heimili sitt fyrir fólki. Þá kom þessi hugmynd, að nýta forstofu heimilisins sem litla búð þar sem fólk gæti annaðhvort komið inn eða verslað í gegnum litla lúgu sem útbúin hefur verið hjá útidyrahurðinni.

Í versluninni er að finna alls konar hönnun og er vöruúrvalið fjölbreytt, þrátt fyrir lítið pláss.

Þú getur heyrt meira í spilaranum að ofan.