Sunna Margrét setur puttann á tunguna
Tónlistarkonan Sunna Margrét Þórisdóttir sendi frá sér sína fyrsta breiðskífu Finger On Tongue fyrir að verða ári og hún er plata vikunnar á Rás 2.
Sunna Margrét Þórisdóttir er tónlistarkona og myndlistarmaður sem hefur skapað sér sérstöðu í tilraunakenndri raftónlist. Sunna býr og starfar í Sviss þar sem hún hefur þróað hljóðheim sem blandar saman tilraunakenndu poppi, raftónlist og kvikmyndatónlist. Helstu áhrifavaldar hennar eru kraut-rokkararnir í Can og Neu! og raftónlistarkonurnar Suzanne Ciani og Eliane Radigue. Sunna var áður í hljómsveitinni Bloodgroup en hefur einbeitt sér að sólóferli.
Hún gaf út þröngskífuna Five Songs For Swimming fyrir tveimur árum og í fyrra kom platan Finger On Tongue. Á henni eru níu lög þar sem Sunna vinnur með hugmyndir um drauma, tilvist og óvissu í gegnum radda- og hljóðvinnslu.
Sunna Margrét kom í hljóðstofu til Atla Más og ræddi ferillinn og nýju plötuna Finger On Tongue.
Aðrir eru að lesa
Stórt högg kom á flutningsnet Landsnets þegar álver Norðuráls sló út
Hinn grunaði átti fjórar kærustur
Grannt fylgst með jarðhræringum á Vesturlandi
Allt að því tveggja tíma biðröð í Bónus
18 ára íslenskur strákur ráðinn í San Fransisco ballettinn
Zelensky jákvæður í garð vopnahléstillögu Pútíns og Trumps
Annað efni frá RÚV
Stórt högg kom á flutningsnet Landsnets þegar álver Norðuráls sló út
Gjöfin kostaði hundruð milljóna
Fjölnir Íslandsmeistari í íshokkí: „Hún vill örugglega ekki tala við mig“
Grannt fylgst með jarðhræringum á Vesturlandi
Bjargar Glódís Bayern í næstu umferð?
