Spacestation fer í loftið
Von er á stórri plötu frá rokksveitinni Spacestation á næstunni og þeir hita upp fyrir útgáfuna með nýju lagi sem var frumflutt í Popplandi í dag.
„Einn daginn var ég að keyra í sund þegar það kom skyndilega upp sú pæling að enginn hefði samið lag um flughræðslu,“ segir Björgúlfur Jes um lagið. „Þótt það hljómi kannski kjánalega þá hefur þessi hræðsla alveg jafn mikinn rétt á sér og aðrar sterkar tilfinningar. Það eru oft heilir dagar sem litast af endalausum óþægindum og kvíða yfir langri flugferð. En svo ólýsanlegri gleði við lendingu.“
„Í kjölfarið á þessari hugsun gólaði eitthvað í hausnum á mér: Ó SHIT... EKKI UPP Í LOFTIÐ! Síðan lagðist lagið í dvala í um það bil ár og poppaði aftur upp í nóvember í fyrra þegar það vantaði eina neglu í viðbót á plötuna okkar.“