„Hvernig getum við stolið einhverju ef við vissum ekki að það væri til?“
Ásakanir hafa komið upp um að sigurlagið í Söngvakeppninni, Róa með VÆB, sé stolið. Lagið sem það á að byggja á heitir Hatunat Hashana og þykir vinsælt brúðkaupsveislulag í Ísrael.
Bræðurnir segja það af og frá, segjast ekki hafa varið neinum tíma ævinnar í að hlusta á ísraelska popptónlist og því gæti þeim ekki einu sinni komið til hugar að stela henni. Gísli Marteinn vakti máls á þessu í Fréttum vikunnar og þá mættu bræðurnir sjálfir og fluttu syrpu af nýjum lögum sem öll líktust þekktum dægurlögum ískyggilega mikið. Þeir fóru á kostum að vanda og salurinn hló.