Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

Katla Yamagata og Postulín

Þorsteinn Hreggviðsson

,

Katla er íslensk tónlistarkona sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Nafnið Yamagata er japanskt ættarnafn í fjölskyldu hennar. Katla spilar blöndu af þjóðlagatónlist og nútímalegu poppi. Hún leggur mikið upp úr íslenskum textum og notar þá og fjölbreytt hljóð í lögunum til að skapa melankólskan en á sama tíma ljóðrænan hljóðheim. Platan Postulín kom út 6. september og það var Jóhannes Damian Patreksson eða Jói Pé sem framleiddi. Nokkur lög voru gefin út sem smáskífur og heyrðust aðeins í útvarpi áður en Postulín kom út og auk Kötlu má heyra gestainnkomur frá Jóa Pé og Bassa Maraj í lögunum Hjáleið og Brauð og vín.

Katla Yamagata á Plötu vikunnar á Rás 2 að þessu sinni og hún kom í hljóðstofu til Atla Más og ræddi ferilinn og plötuna.