Reisulega 178 metra háa móbergseyjan Stóri-Dímon
Samanborið við nágranna sína, Eyjafjallajökul, Tindfjöll og Þríhyrning, er 178 metra háa móbergseyjan Stóri-Dímon, ekkert sérstaklega stór. Hann er þó engu að síður reisulegur þar sem hann stendur á miðjum aurnum og kallast á við bróður sinn Litla-Dímon handan Markarfljóts.
„Svo er svolítið skemmtilegt með Dímon og menn deila pínulítið um hvort við segjum hún eða hann. Við heimamenn nefnum hann gjarnan alltaf í karlkyni en það eru nokkrir sagnfræðingar sem nefna hann alltaf í kvenkyni,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason.
Rakel Rún Karlsdóttir jarðfræðingur segir að þeir hafi upphaflega verið ein eyja. Minnst ellefu stór jökulhlaup í Markarfljóti hafi hins vegar sorfið landið niður svo að eyjarnar eru nú tvær.
Landinn kynnti sér móbergseyjarnar á Markarfljótsaurum, sögu þeirra og tilurð.