Það verði að vera ódýrara að fara í leikhús
Í Lestinni á Rás 1 var rætt við Karl Ágúst Þorbergsson um stöðu leikhússins. Umræðan snerist um framtíð listformsins og stöðnun í íslensku leikhúsi. Karl Ágúst hætti í sviðslistum í fyrra eftir að hafa farið í kulnun í vinnu sinni í Listaháskóla Íslands. Spurður hvort það sé hægt að starfa við sviðslistir á Íslandi, svarar hann því neitandi. Og til þess að bjarga leikhúsinu verður að vera ódýrara að fara í leikhús.