7. febrúar 2025 kl. 10:29
Menning og dægurmál
Gettu betur

FÁ í und­an­úr­slit Gettu betur

Fyrsta umferð í átta liða úrslitum Gettu betur fór fram á RÚV í gær. Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans á Egilsstöðum mættust og FÁ sigraði með 30 stigum gegn 18 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum.

Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla í Gettu betur 2025: Iðunn Úlfsdóttir, Dagur Snær Kristófersson og Halldór Egill Arnarsson.
Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla í Gettu betur 2025.RÚV

Keppendur frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla voru Iðunn Úlfsdóttir, Halldór Egill Arnarson og Dagur Snær Kristófersson. Keppendur frá Menntaskólanum á Egilsstöðum voru Steinar Aðalsteinsson, Sigvaldi Snær Gunnþórsson og Embla Fönn Jónsdóttir.

Spurningakeppni framhaldsskólanna heldur áfram fimmtudaginn 13. febrúar þegar Fjölbrautaskólinn í Garðabæ mætir Menntaskólanum í Reykjavík.