Athugið að þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul

Lokakvöld fyrstu umferðar Gettu betur í kvöld

Júlía Aradóttir

,

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Þriðja og síðasta keppniskvöld fyrstu umferðar Gettu betur 2025 er í kvöld og átta skólar keppa:

  • Fjölbrautaskólinn í Garðabæ mætir Framhaldsskólanum á Húsavík
  • Kvennaskólinn í Reykjavík mætir Flensborgarskólanum í Hafnarfirði
  • Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum mætir Borgarholtsskóla
  • Menntaskólinn á Akureyri mætir Fjölbrautarskóla Vesturlands

25 skólar voru skráðir til leiks í Gettu betur. Menntaskólinn við Hamrahlíð bar sigur úr býtum í fyrra og situr hjá í fyrstu umferð. 24 skólar mætast því í 12 keppnum þar sem 12 skólar fara áfram. Þrjú af stigahæstu tapliðunum komast áfram í seinni undankeppnina.

Dómarar og spurningahöfundar í ár eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur B. Bragason líkt og í fyrra. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson.