2. janúar 2025 kl. 5:33
Menning og dægurmál
Sjónvarp

Squid Game sló áhorfs­met á fyrstu viku

Suðurkóreski þátturinn Squid Game hefur slegið áhorfsmet á Netflix. Þáttum úr annarri þáttaröðinni var streymt oftar en 68 milljón sinnum fyrstu vikuna eftir að hún kom á Netflix 26. desember.

Fyrra met átti fyrsta þáttaröð bandarísku þáttanna Wednesday sem var streymt 50,1 milljón sinnum á fyrstu vikunni árið 2022.

Fyrsta þáttaröð Squid Game kom út árið 2021 og var einnig afar vinsæl. Hún situr enn efst á lista yfir flest streymi meðal þáttaraða Netflix með rúmlega 265 milljón streymi. Næst á eftir þeim eru Wednesday sem hefur verið streymt rúmlega 252 milljón sinnum.

This image released by Netflix shows Lee Jung-jae in a scene from
Lee Jung-jae leikur eitt aðalhlutverkanna í Squid Game.AP/Netflix / No Ju-han/