Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna
Í þættinum Búðu til pláss verður boðið upp á úrval skemmtiatriða, grín, dans og tónlist þar sem landsþekktir einstaklingar og velunnarar UNICEF leggja sitt af mörkum. Í þættinum koma m.a. fram dansarar í Ungleikhúsinu og Örn Árnason ásamt Halldóru Geirharðsdóttur, Páli Óskari, Sigríði Thorlacius, Ólafi Darra og Gunnari Hanssyni. Pollapönk, Ragga Gísla, Pálmi Gunnarsson, Una Torfa og Elín Hall flytja tónlist. Kynnar kvöldsins verða Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og grínstjórar kvöldsins og kynnar í símaveri Vodafone eru Fannar Sveinsson og Sandra Barilli.
Í þættinum taka þjóðþekktir leikarar, grínistar, tónlistar- og fjölmiðlafólk höndum saman til þess að sýna hvernig þessi hjálp skilar sér til barna um allan heim.
Þátturinn er á dagskrá klukkan 19:40.