Athugið að þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul

„Nú þurfum við sem aflögufær erum að taka utan um börnin“

Júlía Margrét Einarsdóttir

,

Sandra Barilli og Fannar Sveinsson heimsóttu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á Bessastöðum, og voru auðvitað með klúta meðferðis. Forseti var sjálf ekki með klút en blessunarlega hafði Sandra aukaslæðu með. Tilefnið var að ræða söfnun UNICEF en í kvöld er sýndur söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

„Það þarf heimsþorp til að sjá um öll börnin sem eru að verða fyrir barðinu á mjög erfiðum aðstæðum í heiminum. Nú þurfum við sem aflögufær erum að taka utan um börnin, hugsa hvernig við getum lagt af mörkum fyrir þau, því þeirra er framtíðin,“ segir Halla.

Hringdu núna í síma 562 6262 eða skráðu þig á unicef.is til að gerast heimsforeldri. Þátturinn er á dagskrá frá 19:40 til 22:00.