„Eitt af hverjum fimm börnum býr við afleiðingar átaka“
Nú er í sýningu söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þjóðþekktir leikarar, grínistar, tónlistar- og fjölmiðlafólk taka höndum saman til þess að sýna hvernig þessi hjálp skilar sér til barna um allan heim. Ólafur Darri kemur skilaboðum á framfæri í þættinum:
„Heimsforeldrar eru hluti af fjölskyldu sem myndar öryggisnet fyrir börn heimsins. Saman vinna heimsforeldrar gegn barnaþrælkun, koma börnum í skóla, tryggja börnum hreint vatn, bjarga lífi vannærðra barna, sinna neyðaraðstoð og veita börnum sálrænan stuðning.“
Eitt af hverjum fimm börnum býr við afleiðingar átaka. UNICEF vill hjálpa þeim öllum og stuðningur Heimforeldrar hjálpar.
Hringdu núna í síma 562 6262 eða skráðu þig á unicef.is til að gerast heimsforeldri. Þátturinn er á dagskrá frá 19:40-22:00.