Úrslit Skrekks 2024
Úrslitin í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, ráðast í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í þremur undankeppnum í síðustu viku stigu 740 ungmenni á svið fyrir hönd 25 skóla og sýndu frumsamin atriði.
Í kvöld keppa:
- Árbæjarskóli
- Laugalækjarskóli
- Seljaskóli
- Fellaskóli
- Breiðholtsskóli
- Ölduselsskóli
- Hagaskóli
- Réttarholtsskóli
Kynnar í ár eru Helga Salvör Jónsdóttir, leikaranemi við Listaháskóla Íslands, og Egill Andrason, leikari.
Á Instagram-síðu UngRÚV er hægt að fylgjast með stemningunni baksviðs í Borgarleikhúsinu.
Úrslitakvöld Skrekks er í beinni útsendingu á RÚV klukkan 20.05 í kvöld.