Athugið að þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul

Þriðja undankvöld Skrekks 2024

Júlía Margrét Einarsdóttir

,

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Það kemur í ljós hvaða tveir skólar til viðbótar taka þátt í úrslitum Skrekks mánudaginn 11. nóvember ásamt Breiðholtsskóla, Hagaskóla, Árbæjarskóla og Laugalækjarskóla. Ásamt þeim skólum bætast tveir aðrir skólar við í úrslit sem svokallað wild card.

Í kvöld keppa Klettaskóli, Háteigsskóli, Rimaskóli, Ölduselsskóli, Langholtsskóli, Sæmundarskóli, Seljaskóli og Réttarholtsskóli.

Að þessu sinni er meðal annars fjallað um æskuminningar, mikilvægi þess að hugsa um jákvæðu hlutina, unglinga sem skrópa og kulnun hjá ungu fólki.

Kynnar Skrekks í ár eru þau Helga Salvör Jónsdóttir, leikaranemi við Listaháskóla Íslands, og Egill Andrason leikari. 

Á Instagram-reikningi UngRÚV er hægt að fylgjast með stemningunni baksviðs í Borgarleikhúsinu. Útsending hefst klukkan 20:00 í beinu streymi á RÚV.