Athugið að þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul

Skrekkur – Annað undankvöld

Anna María Björnsdóttir

,

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík þar sem nemendur í 8.-10. bekk sýna listir sínar á sviði. Í kvöld keppa:

  • Laugalækjarskóli
  • Vogaskóli
  • Klébergsskóli
  • Foldaskóli
  • Álftamýrarskóli
  • Árbæjarskóli
  • Hlíðarskóli
  • Hólabrekkuskóli
  • Ingunnarskóli

Atriði kvöldsins fjalla meðal annars um tónlist og áhrif hennar, skapandi hugsun, gervigreind og hringrás lífsins.

Í gær komust Hagaskóli, með atriðið Stingum af, og Breiðholtsskóli, með atriðið Hraði lífsins, áfram í úrslit. Úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV mánudaginn 11. nóvember.

Kynnar kvöldsins eru Helga Salvör Jónsdóttir leikaranemi og Egill Andrason leikari. Undankeppni Skrekks er í beinni útsendingu klukkan 20:00 í spilaranum hér fyrir ofan og á ruv.is/ungruv.