Athugið að þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul

Skrekkur 2024 – Fyrsta undankvöld

Anna María Björnsdóttir

,

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Fyrsta undankvöld Skrekks fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er fyrsta undankvöldið af þremur þar sem átta til níu skólar etja kappi hvert kvöld. Tveir skólar frá hverju kvöldi komast áfram í úrslitin 11. nóvember. Tveir skólar til viðbótar fá sérstakan keppnisrétt til úrslita sem tilkynnt er um síðasta undankvöldið.

Í kvöld keppa:

  • Dalskóli
  • Austurbæjarskóli
  • Landakotsskóli
  • Víkurskóli
  • Hagaskóli
  • Fellaskóli
  • Norðlingaskóli
  • Breiðholtsskóli

Atriði kvöldsins fjalla meðal annars um einelti, geðheilsu, að ekki haldi allir upp á jólin, herskyldu og áhrif hennar, tæknifíkn og samskiptaleiðir unglinga í gegnum árin.

Kynnar kvöldsins eru Helga Salvör Jónsdóttir leikaranemi og Egill Andrason leikari. Undankeppni Skrekks er í beinni útsendingu á RÚV klukkan 20:00 í spilaranum hér fyrir ofan.