Athugið að þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul

Cha cha cha frá Salsakommúnunni og Bogomil Font

Salsakommúnan og Bogomil Font voru að senda frá sér nýtt lag. Lagið heitir Í minni skel og er létt cha cha-lag. Það fjallar um karakter sem vill helst feta þægilega leið í lífinu, án alls ágreinings og skoðanaskipta.

Lovísa Rut Kristjánsdóttir

,

Salsakommúnan og Bogomil Font sameinast í nýju lagi sem kom út á dögunum.

Lagið Í minni skel er létt cha cha-lag sem fjallar um karakter sem vill helst feta þægilega leið í lífinu. Í textanum er á hnyttinn hátt tekist á við þá tilfinningu, sem við þekkjum flest, að vilja síður þurfa að lenda upp á kant við samferðarfólk okkar, samkvæmt höfundum.

„Hvort afstaða aðalkaraktersins til þessara mála sé til fyrirmyndar fær að liggja á milli hluta, dæmi um það hver fyrir sig. Hann er hins vegar ekkert að svekkja sig á eigin hegðun heldur líður honum bara best inni í sinni skel.“

Sölvi og Símon liðsmenn Salsakommúnunnar sögðu frá laginu í Popplandi. Hlustaðu í spilaranum hér að ofan.

Fleiri menningar- og dægurmálafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV