Athugið að þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul

Óperan hundrað þúsund: „Einhver besta sýning sem ég hef lengi séð í íslensku leikhúsi“

Trausti Ólafsson, sviðslistagagnrýnandi Víðsjár á Rás 1, rýnir í Óperuna hundrað þúsund í uppsetningu sviðslistahópsins Svartur jakki sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu.

Vefritstjórn

Herdís Anna Jónasdóttir í hlutverki sínu í Óperunni hundrað þúsund.

„Herdís Anna er ekki bara afburða söngkona, hún er líka góður leikari og þegar þar við bætist að textaframburður hennar er einkar skýr og að hún hefur greinilega gaman af því sem hún er að gera í þessari sýningu, þá smellur allt saman þannig að ekki er annað hægt en að hrífast með og skemmta sér konunglega,“ segir Trausti um Óperuna hundrað þúsund.

Óperan hundrað þúsund – Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir