Ítölskum „kúltúrkrakka“ spáð góðu gengi
Ítalíu er spáð góðu gengi í Eurovision í ár og vermir fjórða sæti vefbanka. Angelina Mango er dóttir Giuseppe Mango sem oft var kallaður konungurinn í tónlistarheimi Ítala. Ekki nóg með það heldur er móðir hennar Laura Valente það líka. Laura var stjarna á níunda áratugnum og tók meðal annars þátt í Eurovision. Angelina er því sannkallaður kúltúrkrakki.
Angelina hefur þó reynt við Eurovision áður. Hún freistaði þess fyrir þremur árum og tókst það nú. Sigurinn var ekki bara stór fyrir hana persónulega heldur var þetta í fyrsta sinn í 10 ár sem kona vann keppnina á Ítalíu.
Lagið La Noia er innblásið af cumbia-rytma sem heyrist vel í laginu og það fjallar um það að láta sér leiðast sé ekki neikvætt, heldur er það tími sem við eigum að gefa okkur til að uppgötva sjálf okkar upp á nýtt.