Athugið að þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul

Þjóðlegt popp með rappívafi frá Úkraínu

Vefritstjórn

,

Úrslit Eurovision ráðast á laugardaginn og stefnir allt í spennandi keppni. Úkraínska lagið Teresa og Maria þykir sigurstranglegt. Rapparinn Alyona Alyona og þjóðlagapoppsöngkonan Jerry Heil taka hér höndum saman eins og þær hafa raunar gert áður. Þær sömdu þetta lag með einum höfundi sigurlags Úkraínu 2022, Stefania.

Nafn lagsins er tilvísun í Maríu Mey og Móður Teresu og fjallar um kvenorkuna, pressuna sem konur finna oft fyrir að eignast börn, gifta sig og lifa eftir einhverjum ákveðnum stöðlum. Þær bæði syngja og rappa lagið, en Alyona fékk mikinn innblástur frá Eminem í æsku, en áður en hún haslaði sér völl sem rappari starfaði hún sem leikskólakennari.

Rappið brýtur lagið vel upp og er klárlega mikil blanda af poppi og þjóðlagafíling enda vermir lagið þriðja sæti vefbanka.