Sandfangararnir virka og fjaran stækkar
„Hérna hafði orðið mikið landbrot og gengið verulega á fjöruna. Síðan voru settir tveir sandfangarar, grjótgarðar út í sjó, og við erum í raun að mæla árangurinn af tilkomu þeirra. Rannsóknir okkar hingað til staðfesta að árangurinn er umtalsverður og fjaran stækkar," segir Jóhannes.