Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

„Íslenska þjóð, við munum ekki bregðast ykkur“

Júlía Margrét Einarsdóttir

,

Bræðurnir í VÆB segja að það hafi verið óraunverulegt að stíga á svið í undanúrslitum Söngvakeppninnar. „Ég hugsaði áður en ég byrjaði að syngja að ég ætlaði að muna eftir þessu mómenti,“ rifjar Hálfdán upp. „Ég man bara að þegar ég stóð á sviðinu var ég skjálfandi, ég var mjög stressaður,“ segir Matthías.

Og ekki var það síður stóð stund þegar þeir komust áfram. „Þegar það var tilkynnt að við hefðum komist í úrslit, það var ruglað maður,“ segir Hálfdán. „Við erum ekkert eðlilega þakklátir fyrir þetta tækifæri, að fá að spila.“ Matthías tekur í sama streng. „Takk kærlega fyrir að koma okkur hingað. Við lofum veislu.“

„Við munum gera ykkur svo stolt. Íslenska þjóð, við munum ekki bregðast ykkur. Við stöndum fyrir kærleika, ást og friði og það er okkar mottó,“ segja bræðurnir að lokum.