Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

„Ég vona að ég geti gert Íslendinga stolta“

Júlía Margrét Einarsdóttir

Bashar Murad er stoltur og þakklátur þeim sem greiddu lagi hans Wild West atkvæði sitt í undanúrslitum Söngvakeppninnar. „Ég voan að þið verðið stolt af mér í kvöld,“ segir hann.

Bashar er frá Palestínu en segir að Ísland hafi síðustu ár verið sér kærkomið athvarf til að skapa tónlist og kynnast listamönnum. „Það væri mér heiður að geta endurgoldið Íslandi færi svo að ég yrði fulltrúi landsins,“ segir hann. „Ef ég vinn í kvöld verður það heiður og forréttindi og ég skil ábyrgðina sem því fylgir. Ég vona að ég geti gert Íslendinga stolta og vonandi tryggt Reykjavík Eurovision 2025.“