„Ég held að heimurinn þurfi á þessum skilaboðum að halda“
Sigga Ózk flytur lagið Into the atmosphere í Söngvakeppninni. Hún var fyrst á svið í undankeppninni en nú er hún síðustu á svið. „Ég ætla að fá að enda þessa veislu með stæl,“ segir hún. Sigga er þakklát fyrir að hafa komist í úrslit. „Ég trúði því varla en það snerti mig mest að fá stuðninginn úr salnum.“
Það er ljóst að Sigga á sér aðdáendur bæði innan og utan landssteinanna en enskumælandi fólk misheyrði sumt góð tilfinning í viðlaginu og söng „go Tiffany.“ Siggu finnst misskilningurinn frábær og segir að mögulega muni hún nefna aðdáendahópinn sinn Tiffanies. „Lagið er flutt á ensku en skilaboðin í textanum er þau sömu, að dreifa góðri tilfinningu og orku um alheiminn,“ segir hún. „Ég held að heimurinn þurfi á þessum skilaboðum að halda í dag. Að dreifa jákvæðni og góðri orku.“