„Ég er óhrædd við að taka samtalið“
Hera Björk flytur lagið Scared of hights í Söngvakeppninni. Með henni á sviðinu er hópur stórkostlegs fólks sem hún hefur þekkt lengi og unnið með í gegnum tíðina. „Við erum öll að styðja hvert annað og vinna að því að atriðið verði sem best fyrir áhorfendur.“
Hún er þakklát öllum sem kusu hana í undanúrslitunum og hvetur fólk til að kjósa það lag sem þau tengja við og láta þeim líða vel. „Ef Scared of hights sigrar þá er það enn eitt risaverkefnið,“ segir hún. „Við erum stödd í annarlegu ástandi í heiminum og ég held að þarna muni þroskinn og aldurinn hjálpi mér. Ég er óhrædd við að taka samtalið. Fyrir mig er þetta stórkostlegt tækifæri til að gera það sem ég veit ég kann og er góð í og ég er bara til í þetta.“