Skrekkur 2023 – Úrslitakvöld
Úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Um 700 ungmenni stigu á svið fyrir hönd 24 skóla í þremur undankeppnum og sýndu frumsamin atriðina fyrir keppnina.
Í kvöld keppa
- Réttarholtsskóli
- Hagaskóli
- Háteigsskóli
- Seljaskóli
- Laugalækjarskóli
- Landakotsskóli
- Langholtsskóli
- Foldaskóli
Atriðin fjalla að þessu sinni um umhverfismál, áhrif síma og samfélagsmiðla og mikilvægi þess að sjá veröldina þar fyrir utan, kvíða og geðheilbrigði, gerendameðvirkni, sýnileika minnihlutahópa, vináttu og hraðtísku svo dæmi séu nefnd.
Úrslitakvöld Skrekks er í beinni útsendingu á RÚV klukkan 20.05 í kvöld.
Verði útsending rofin vegna nýrra fregna af jarðhræringum þá er hægt að horfa áfram í spilaranum efst í fréttinni.