Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023
Skjálftinn er byggður á Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, og fór hann nú fram í þriðja sinn. Atriðin komu frá sjö sunnlenskum skólum sem tóku þátt. Áhersla er lögð á að ungmennin sjálf þrói atriðin, allt frá hugmynd að lokaútkomu á sviði. Atriðin endurspegla hugðarefni ungmenna og má segja að keppnirnar séu farvegur fyrir raddir ungs fólk á hverjum tíma.
Dómnefndin fékk það erfiða verkefni að velja á milli atriðanna sem voru öll metnaðarfull og vel útfærð. Grunnskólinn í Þorlákshöfn hreppti 3. sætið, Vallaskóli á Selfossi 2. sætið og Grunnskólinn í Hveragerði sigraði Skjálftann 2023.
Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt.