Tónaflóð á Menningarnótt
Í tilefni af 40 ára afmæli Rásar 2 er öllu tjaldað til á hátíðartónleikum á Arnarhóli. Rjómi íslensks tónlistarlífs kemur fram á stórtónleikum sem haldnir eru í tuttugasta sinn og eru í beinni á RÚV og Rás 2.
Að þessu sinni koma fram:
- Floni,
- Diljá,
- Una Torfa,
- Aron Can,
- HAM,
- Klara Elias
- Ragga Gísla ásamt gestum á borð við Valdimar, GDRN og Mugison.
Tónleikarnir standa frá 19:45 fram að flugeldasýningu Menningarnætur sem hefst kl. 23:00.