Óvænt endurkoma Nylon á Tónaflóði
Tónlistarkonan Klara Ósk Elíasdóttir kom fram á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli í kvöld. Eins og margir vita gerði hún garðinn fyrst frægan í sveitinni Nylon, stúlknahljómsveit Íslands, sem var stofnuð 2004.
Klara tók tvö lög ein á sviðinu áður en þær Alma Guðmundsdóttir, Emilía Björg Óskarsdóttir og Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir birtust óvænt á sviðinu og hljómsveitin Nylon kom fram í fyrsta sinn síðan 2008 og tók sína helstu smelli.
Þær tilkynntu einnig að von væri á nýju lagi með hljómsveitinni sem kemur um á miðnætti, lagið Einu sinni enn. Lagið sömdu þær Klara og Alma.