Fengu morðhótanir þegar þeir deildu regnbogamynd á samfélagsmiðlum
Sjötta hljóðversplata víkingamálmsveitarinnar Skálmaldar er væntanleg í sumarlok. Sveitin leitar áhrifa í norræna goðafræði og víkingafagurfræðin hefur í gegnum tíðina höfðað til öfga hægrihópa. Sveitin segist hafa þurft að bíta þá fylgjendur af sér.
„Við póstuðum einhvern tímann í kringum Gleðigönguna regnbogaskilaboðum einhverjum,“ segir Snæbjörn Ragnarsson. „Mjög beisikk stöff og þá fengum við bara morðhótanir.“
RÚV – Halla Harðardóttir