Best að semja þar sem hann fær frið
„Ég elska að spila og flakka,“ segir tónlistarmaðurinn Mugison. Hann hefur enda spilað svo til út um allt land og sent frá sér níu plötur og ótal mörg lög.
Mugison segir best að semja þar sem hann fær frið. „Síðustu ár átti ég sendibíl þannig ég var svolítið að semja í honum,“ segir hann. „Fór upp í fjall eða niður í fjöru og oft gott að fara þar sem er kríuvarp. Þá er maður alveg viss um að það er enginn að koma að banka upp á.“
Mugison spilaði fjögur lög í Stúdíó RÚV ásamt Alexöndru Kjeld, Kristófer Rodriguez Svönusyni, Matthíasi Hemstock og Pétri Benediktssyni. Þáttinn má finna hér í spilara RÚV.