„Gott að hafa sveit í sveitinni“
„Við erum sveitungar við Jói,“ segir Harpa Þorvaldsdóttir. Hún stofnaði hljómsveitina Brek ásamt Jóhanni Inga Benediktssyni og segir áhrif sveitarinnar allt umlykjandi í tónlist sveitarinnar. „Sveitin er góð,“ segir Harpa. „Það er gott að hafa sveit í sveitinni,“ samsinnir Jóhann.
Nafn hljómsveitarinnar var ákveðið eftir nokkrar vangaveltur. „Okkur fannst skemmtilegt að nota íslenskt orð: þetta kemur úr orðinu bernskubrek,“ útskýrir Jóhann. „Þar sem bernskan er hægt og rólega að sigla frá okkur standa brekin eftir.“
Í hljómsveitinni Brek eru:
Guðmundur Atli Pétursson, mandolín
Harpa Þorvaldsdóttir, söngur og píanó
Jóhann Ingi Benediktsson, gítar og söngur
Sigmar Þór Matthíasson, kontrabassi
Brek fluttu fjögur lög í Stúdíó RÚV sem finna má hér í spilara RÚV.