Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

„Þetta er eiginlega fullkomið samstarf“

Einyrkjarnir KUSK og Óviti eru óformlegt tvíeyki og vinna gjarnan saman. Vinirnir Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Máni Ólafsson fluttu nokkur laga sinna í Stúdíó RÚV auk einnar ábreiðu.

Júlía Aradóttir

„Ég byrjaði eiginlega í covid 2020,“ segir Kolbrún Óskarsdóttir sem gefur út tónlist undir nafninu KUSK. „Mér leiddist og ég byrjaði að semja. Ég var aðallega að semja á gítar og píanó fyrst og fór svo að fikta meira í þessu.“ Kolbrún og Hrannar Máni Ólafsson, sem gefur út tónlist undir nafninu Óviti, vinna mikið saman.

KUSK vann Músíktilraunir 2022 og það var í fyrsta sinn sem einyrki vann keppnina. „Ég fór í Músíktilraunir og þá fóru giggin að hrannast inn. Þá ákváðum við að við ætluðum að vera live performance duo,“ segir Kolbrún. Þau koma yfirleitt fram saman og vinna mikið saman að tónlist sinni. „Þetta er eiginlega bara fullkomið samstarf,“ segir Hrannar.

KUSK og Óviti fluttu nokkur laga sinna í þættinum Stúdíó RÚV sem finna má hér í spilara RÚV.

Fleiri menningar- og dægurmálafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV